Hætt við HM lag vegna níðs í texta

Rapparinn Damso.
Rapparinn Damso.

Belgíska knattspyrnusambandið hefur hætt við að nota lag rapparans Damso sem einkennislag sambandsins á HM í sumar eftir að Damso var sakaður um níð í garð kvenna í textum sínum.

Valið á Damso vakti töluverða úlfúð í Belgíu en í textum sínum fjallar hann meðal annars um kynferðislegt ofbeldi í garð kvenna og að sögn aðgerðarsinna og styrktaraðila þá eru þeir oft fullir af kvenhatri.

Knattspyrnusambandið, RBFA, hefur nú beðið þá afsökunar sem töldu að sér vegið með valinu á Damso og að náðst hafi samkomulag við tónlistarmanninn um að hætta við lagið.  

Lag Damso, sem er Belgi ættaður frá Kongó, Humains átti að verða einkennislag Belga á HM í Rússlandi.  En kvenréttindaráð Belgíu er meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýndu valið. Segir í bréfi sem það sendi til RBFA að í textanum sé hann að lýsa viðbjóðslegri áreitni og ofbeldi í garð kvenna á því stigi að það sé til háborinnar skammar fyrir sambandið. 

Frétt BBC um málið





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert