Hataðasti maður Bandaríkjanna í 7 ára fangelsi

Martin Shkreli er stundum sagður hataðasti maðurinn í Bandaríkjunum.
Martin Shkreli er stundum sagður hataðasti maðurinn í Bandaríkjunum. AFP

Martin Shkreli, fyrrum forstjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals og vogunarsjóðsstjóri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að svíkja út fé hjá fjárfestum. BBC greinir frá.

Shkreli er stundum kallaður hataðasti maður Bandaríkjanna, en hann keypti réttinn á alnæmislyfinu Daraprim árið 2015 og hækkaði verðið fimmtíufalt í einni svipan.

Hann grét þegar dómarinn kvað upp dóminn, en lögmenn hans höfðu beðið dómarann um 12 til 18 mánaða fangelsisvist fyrir Shkreli á meðan saksóknarar sóttust eftir því að hann yrði dæmdur til allavega 15 ára langrar fangelsisvistar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert