Trump hrifnastur af gegnsæjum múr

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Kaliforníu þar sem hann skoðaði frumgerðir eða sýnishorn af landamæramúrnum sem til stendur að reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Átta frumgerðir af múrnum hafa verið reistar af ýmsum stærðum og gerðum. Í frétt BBC kemur fram að Trump var einna hrifnastur af gegnsæjum múr og vill hafa hann stóran í smíðum. „Því stærri, því betri,“ segir Trump. 

Fjöldi fólks safnaðist saman í San Diego þar sem forsetinn skoðaði múrana í dag. Demókratar eru í meirihluta í ríkinu en bæði mátti sjá stuðningsmenn og mótmælendur Trumps samankomna í dag. 

„Ég er hér í dag því ég tel Donald Trump vera það versta sem hefur komið fyrir heiminn frá því að Adolf Hitler var og hét,“ segir einn mótmælendanna. 

Á meðan vildu aðrir sýna forsetanum að hann er velkominn í Kaliforníu. „Ég kom hingað því ég vil styðja Trump og bjóða hann velkominn og sýna honum að Kalifornía elskar Trump,“ segir stuðningsmaður Trump. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti skoðaði átta sýnishorn af landamæramúrum í San …
Donald Trump Bandaríkjaforseti skoðaði átta sýnishorn af landamæramúrum í San Diego í dag. AFP
Stuðningsmenn Trumps og landamæramúrsins buðu forsetann velkominn til Kaliforníu.
Stuðningsmenn Trumps og landamæramúrsins buðu forsetann velkominn til Kaliforníu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert