Rússar ætla að svara fljótt fyrir sig

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Rússar …
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Rússar verði ekki lengi að svara fyrir sig. AFP

Stjórnvöld í Moskvu segja þá ákvörðun breskra stjórnvalda að vísa 23 rússneskum erindrekum úr landi vera til merkis um að Bretar velji ágreiningsleiðina og að Rússar muni svara fyrir sig á næstunni.

„Bresk stjórnvöld hafa ákveðið árekstur við Rússland,“ sagði í yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. „Við verðum ekki lengi að svara fyrir okkur.“

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði er hún tilkynnti ákvörðun breskra stjórnvalda fyrr í dag að hóp­urinn hefði viku til að yf­ir­gefa landið. Er hann sagður sam­an­standa af leyniþjón­ustu­mönn­um sem ekki hafi heim­ild­ til slíkra starfa í Bretlandi. „Þetta er stærsta brott­vís­un í yfir þrjá­tíu ár og þetta end­ur­spegl­ar þá staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem rúss­neska ríkið fer í aðgerðir gegn landi okk­ar,“ sagði May. Þá sagði hún bresk stjórnvöld ætla að auka eft­ir­lit með Rúss­um sem koma til Bret­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert