Stúlka lést eftir að bifreið var stolið

Wikipedia

Tæplega þriggja ára stúlka lést í gær eftir að henni var bjargað úr bifreið foreldra hennar sem ekið hafði verið út í ána Teifi í Wales. Farið var með stúlkuna á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hennar samkvæmt frétt Daily Telegraph.

Fram kemur í fréttinni að móðir stúlkunnar, Kiara Moore, hafi tilkynnt til lögreglunnar að bifreiðinni hafi verið stolið með stúlkuna innanborðs. Víðtæk leit hófst í kjölfarið og fann lögreglan bifreiðina á kafi í ánni skömmu síðar.

Málið er til rannsóknar og hefur lögreglan óskað eftir upplýsingum frá almenningi um ferðir bifreiðarinnar á milli klukkan 15:30 og 16:50 í gær. Haft er eftir lögreglunni að engar upplýsingar liggi fyrir um það hver kunni að hafa tekið bifreiðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert