Enn einn hríðarbylurinn

Fjórði hríðarbylurinn á þremur vikum gekk í gær yfir austurhluta Bandaríkjanna. Flugferðum var aflýst og skólum og opinberum stofnunum lokað. 

Í New York hefur í dag, fimmtudag, 18 sentímetra þykkur snjór í þessum hríðarbyl sem fengið hefur nafnið Toby. Spáð var enn meiri snjókomu en spár þar að lútandi gengu ekki eftir. 

Enn er ekki ljóst hvort að Toby tekst að fella úrkomu met sem féllu í byl sem gekk yfir New York í apríl árið 1915.

Veðurstofan hefur varað við miklum vindi og segir viðbúið að rafmagnslaust verði í einhverjum hlutum New York, New Jersey og Connecticut.

Ríkisstjóri New York hefur lýst yfir neyðarástandi í New York-borg og næsta nágrenni hennar.

Um 4.000 flugferðum var aflýst til og frá Newark, LaGuardia og John F. Kennedy-flugvelli. Í fleiri borgum hefur flugi verið aflýst eða seinkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert