Fjölmenni berst fyrir hertri byssulöggjöf

Fjölmenni er komið saman til að taka þátt í March …
Fjölmenni er komið saman til að taka þátt í March For Our Lives fjöldasamkomunni sem fram fer í Washington. AFP

Búist er við að mörg hundruð þúsund muni koma saman á fjöldafundum vítt og breitt um Bandaríkin í dag til að kalla eftir hertari byssulöggjöf í landinu. Búið er að skipuleggja göngu sem ber yfirskriftina March For Our Lives, en gangan verður einnig gengin í Reykjavík. 

Gangan tengist hópi ungmenna sem hafa barist fyrir hertri löggjöf í kjölfar fjöldamorðsins sem var framið í skóla í Parkland í Flórída í síðasta mánuði. Þar féllu 17 fyrir hendi byssumanns. 

Í gær greindi talsmaður Hvíta hússins í Washington frá því að stefnt sé að banna sérstakan útbúnað, svokallaðan bump stock, sem getur breytt hálfsjálfvirku vopni í sjálfvirkt. Það þýðir hversu hratt og hversu mörgum byssukúlum hægt er að skjóta í einu. 

Margir eru hins vegar á því að grípa eigi til mun umfangsmeiri aðgerða til að herða byssulöggjöf landsins, að því er segir á vef BBC.

AFP

Mikill óhugur og reiði braust út þegar vopnaður maður gekk berserksgang í Marjory Stoneman Douglas High School í Parkland í Flórída 14. febrúar. Mótmælendurnir vijla sannfæra bandaríska stjórnmálamenn um að grípa til mun viðameira og þyngri aðgerða. Meðal annars að bannað almenna sölu á árásarrifflum og vopnum sem eru framleidd fyrir hersveitir.

Bandaríkjamenn eru hins vegar klofnir í afstöðu sinni til málsins. Rétturinn til að bera vopn er verndarður í öðrum viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og þá eru samtök byssueigenda (NRA) gríðarlega áhrifamikil í landinu. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig „bumb stock“ búnaður breytir hálfsjálfvirku vopni í sjálfvirkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert