Lögreglumaðurinn berst fyrir lífi sínu

Lögreglumaður sem bauð sjálfan sig í staðinn fyrir gísl berst …
Lögreglumaður sem bauð sjálfan sig í staðinn fyrir gísl berst nú fyrir lífi sínu. AFP

Fransk­ur lög­reglumaður sem varð fyrir byssuskoti þegar hann bauð sjálf­an sig í skipt­um fyr­ir gísl í umsátr­inu í frönsk­um stór­markaði berst nú fyrir lífi sínu.

Í frétt BBC segir að maðurinn heiti Arnaud Beltrame. Hann átti þátt í að stöðva skothríðina í suðvesturhluta Frakklands sem varð þremur að bana. Í það minnsta 16 til viðbótar særðust í árásinni.

Franska lögreglan skaut byssumanninn til bana. Byssumaðurinn hét Redouane Lakdim og var 25 ára gamall. Sagðist hann fremja voðaverkin í nafni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslam.

AFP

Atburðarrásin hófst á því að Lakdim rændi bifreið, myrti einn farþega og særði ökumanninn. Þá skaut hann og særði lögreglumann sem var að skokka með vinnufélögum sínum.

Þá er talið að hann hafi ekið nokkra kílómetra í átt að litum bæ að nafni Trébes. Þar ruddist hann inn í stórmarkaðinn og öskraði: „Ég er hermaður Daesh (Ríkis íslam).“ Hann myrti viðskiptavin og starfsmann, áður en hann tók fólkið í gíslingu.

Lakdim er sagður hafa krafist lausnar Salah Abdeslam, sem er í haldi lögreglu, en hann er mik­il­væg­asti sak­born­ing­ur­inn í hryðju­verka­árás­un­um árið 2015 í Par­ís þar sem 130 manns voru drepn­ir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert