Báðu um ýmsa þjónustu í nafni Macron

Brigitte Macron, forstafrú Frakklands.
Brigitte Macron, forstafrú Frakklands. AFP

Skrifstofa forsetafrúar Frakklands, Brigitte Macron, tilkynnti í morgun um að búið væri að leggja fram kæru gegn óprúttnum aðilum sem notfærðu sér nafn Brigitte Macron til að óska eftir alls kyns fríðindum og þjónustu í tölvupóstum.

Þrjótarnir óskuðu m.a. eftir ókeypis akstri fyrir frænda Macron frá flugvelli í Marokkó, borði á einu fínasta veitingahúsi Parísar og miða á formúluna í Ástralíu. Samskiptin fóru fram í gegnum tölvupósta frá netfanginu cabinet@presidence.fr og þóttust þeir vera starfsmenn á skrifstofu forsetafrúarinnar. Lénið presidence.fr er aftur á móti ekki tengt opinberri heimasíðu forsetaembættisins heldur í eigu Forsetalistasafns Frakklands.

„Rannsókn stendur nú yfir,“ sagði í tilkynningu frá skrifstofu forsetafrúarinnar sem var send fjölmiðlum í morgun. RTL-útvarpsstöðin greindi frá því að starfsmenn skrifstofunnar hefðu haft óverulegar áhyggjur af þrjótunum þegar þeir fréttu af fyrstu tveimur póstunum, en þegar í ljós kom að póstar hefðu verið sendir á stofnanir og fyrirtæki um allan heim var ákveðið að leggja fram kæru.

Í frétt AFP um málið kemur fram að það dularfyllsta við málið allt sé að þrjótarnir hafi aldrei nýtt sér þjónustu eða fríðindi sem fallist hafði verið á að veita frú Macron.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert