Rússar vísa tveimur Hollendingum úr landi

Höfuðstöðvar rússneska utanríkisráðuneytisins í Moskvu.
Höfuðstöðvar rússneska utanríkisráðuneytisins í Moskvu. AFP

Rússar vísuðu í morgun tveimur hollenskum diplómötum úr landi. Rússar tilkynntu í gær um að þeir myndu svara þeim ríkjum sem tóku þátt í aðgerðum gegn þeim í tengslum við rannsóknina á eitrun Skripal-feðginanna í sömu mynt, en bresk stjórnvöld saka rússnesk yfirvöld um að standa að baki eitruninni.

Tilkynnti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, m.a. um það í gær að sextíu bandarískum diplómötum yrði vísað úr landi og ræðismannsskrifstofu Bandaríkjamanna yrði lokað í Sankti Pétursborg.

Renee Jones-Bos, sendiherra Hollands í Rússlandi, greindi ríkisfréttastofunni TASS frá því í morgun að þrátt fyrir að tveir diplómatar hefðu verið sendir heim af Rússum verði sendiráðið áfram starfrækt og hann væri ekki á förum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert