Vilja fund í öryggisráðinu vegna Skripal-máls

Rússar vilja fund í öryggisráðinu á morgun.
Rússar vilja fund í öryggisráðinu á morgun. AFP

Rússar kröfðust þess í dag að boðað yrði til fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna máls rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, en eitrað var fyrir honum og dóttur hans Yuliu með taugeitri í breska bænum Salisbury í byrjun mars. AFP-fréttastofan greinir frá.

Fulltrúi Rússa í öryggisráðinu, Vassily Nebenzia, hefur óskað eftir fundi í ráðinu á morgun, fimmtudag, vegna ásakana Breta um að Rússar beri ábyrgð á tilræðinu, en notast var við svokallað novichok-eitur sem þróað var og framleitt í Rússlandi. Enn hefur þó ekki tek­ist að bera kennsl á ná­kvæm­an uppruna eitursins. 

Stjórn­völd í Rússlandi hafa harðneitað því að bera nokkra ábyrgð á til­ræðinu. Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, hefur sagt að mögulegt sé að bresk stjórn­völd hafi sjálf fyr­ir­skipað eiturárás­ina á njósn­ar­ann fyrr­ver­andi Ser­gei Skripal til að beina at­hygl­inni frá vanda­mál­um lands­ins vegna út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert