Neitar að hafa greitt fyrir þögn Stormy

Trump segist ekki vita hvaðan peningarnir komu.
Trump segist ekki vita hvaðan peningarnir komu. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels 130 þúsund dollara, eða um 13 milljónir króna, fyrir að segja ekki frá sambandi sínu við hann. Hann var spurður út málið á blaðamannafundi í forsetaflugvélinni fyrr í dag. AFP-fréttastofan greinir frá.

Með neituninni rýfur hann tveggja mánaða þögn sína vegna ásakana um að hann hafi sofið hjá Daniels árið 2006, og þar með haldið fram hjá eiginkonu sinni Melaniu sem hann gekk að eiga árið 2005.

Daniels hefur greint frá því að þau hafi sofið sam­an einu sinni en að Trump hafi margít­rekað reynt að end­ur­nýja kynn­in. Hún segist hafa skrifað undir samning ellefu dög­um fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2016 um að segja ekki frá sam­bandi sínu við Trump og fyrir vikið hafi hún fengið áðurnefnda 130 þúsund dollara. Michel Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hefur viðurkennt að hafa afhent leikkonunni þessa peninga, en ekki sagt hvers vegna.

Þegar Trump hvort hann hefði vitað af greiðslunni eða hvaðan peningarnir komu var svarið stutt og hnitmiðað: „Nei.“

Þegar hann var svo spurður að því hvers vegna lögmaður hans, Michael Choen, hefði greitt leikkonunni þessa upphæð, stóð ekki á svari: „Þið verðið að spyrja Michael Cohen að því. Micahel er lögmaðurinn minn. Þið verðið að spyrja Michael.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert