„Allt í einu varð bara allt úti í sírenum“

Haraldur Hreinsson var staddur náglægt miðbæ Mün­ster þar sem sendibíl …
Haraldur Hreinsson var staddur náglægt miðbæ Mün­ster þar sem sendibíl var ekið á vegfarendur. AFP

Haraldur Hreinsson, íslendingur búsettur í Mün­ster í Þýskalandi, var staddur nálægt miðbænum þar sem flutningabíl var ekið á gangandi vegfarendur í borginni. Hann segir alla hafa beðið eftir þessum degi þar sem veðrið væri einstaklega gott.

Í samtali við mbl.is segist Haraldur líkt og margir aðrir í borginni hafa verið að grilla og njóta veðurblíðunnar þegar atvikið átti sér stað. „Allt í einu varð bara allt úti í sírenum og maður leit í kringum sig og þá var þyrla í loftinu.“

Hann segir að í borginni sé allt lokað á sunnudögum. Á laugardögum sé því alltaf „allt fullt og allir úti.“ Þá sé gatan þar ekið var á fólk og þrír létust og í það minnsta 30 særðust aðal verslunargatan á svæðinu.

Þýska lög­regl­an hef­ur greint frá því að grun­sam­leg­ir hlut­ir hafi fund­ist í bíln­um, en ekki hef­ur verið til­greint nán­ar hvaða hlut­ir það séu. Þá hefur hún ítrekað óskað eftir því fólk dreifi ekki sögusögnum og forðist að hafa uppi getgátur um atvikið. 

Þýska dag­blaðið Su­eddeutsche Zeit­ung þýska frétta­stof­an DPA greindu frá því nú á sjötta tím­an­um að árás­armaður­inn sé Þjóðverji á fimm­tugs­aldri sem talið sé að hafi átt við and­lega erfiðleika að stríða. Ekki sé vitað til að hann hafi haft nein tengsl við hryðju­verka­sam­tök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert