Dæmdar skaðabætur vegna hefndarkláms

Fyrrverandi kærasti konunnar deildi persónulegum myndum og myndskeiðum af henni …
Fyrrverandi kærasti konunnar deildi persónulegum myndum og myndskeiðum af henni á klámsíður. mbl.is/Hanna

Dómstóll í Kaliforníu dæmdi konu 6,4 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms af henni sem fyrrverandi kærasti konunnar hafði lekið af henni á netið.

Konan, sem var ekki nefnt á nafn í erlendum fjölmiðlum, kærði fyrrverandi kærasta sinn, David K Elam, eftir að hann setti inn nektarmyndir og myndskeið af henni á netið.

Konunni var dæmdar skaðabætur í einkamáli en sakamál á hendur Elam var fellt niður árið 2014.

Konan og Elam kynntust á stefnumótasíðu á netinu árið 2012. Á meðan að sambandi þeirra stóð sendi hún honum myndir og myndskeið sem aðrir áttu ekki að sjá.

Í dómsskjölum kemur fram að stuttu eftir að þau hættu saman hafi Elman hótað því að „eyðileggja líf konunnar“ með því að láta myndirnar og myndskeiðin inn á klámsíður.

Auk þess að gera það þá lét Elam eins og hann væri konan og hvatti menn til að senda sér kynferðisleg skilaboð. Einnig deildi hann símanúmeri hennar og heimilisfangi á síðunum.

Vegna þess hefur konan lifað í stöðugum ótta. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Elam bæri ábyrgð á vanlíðan hennar vegna hefndarkláms-herferðar og var hann dæmdur til að greiða konunni bætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert