Ferðamaður lét lífið í skakka turninum

Skakki turninn í Písa.
Skakki turninn í Písa. Wikipedia/Saffron Blaze

Japanskur ferðamaður lét lífið fyrr í dag þegar hann skoðaði skakka turninn í Písa á Ítalíu. Maðurinn, sem var 63 ára gamall, var á fjórðu hæð í turninum þegar hann hneig skyndilega niður.

Sjúkraflutningamenn voru fljótir á staðinn og reyndu þeir endurlífgunartilraunir en þær báru ekki árangur. Ekki er vitað hvað olli því að maðurinn hneig til jarðar og lést.

„Mögulega hafði álagið sem fylgdi því að klifra upp stigana áhrif en krufning á manninum mun leiða þetta í ljós,“ sagði talsmaður slökkviliðsins í Písa við AfP-fréttastofuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert