„Rússland hefur ekki átt við vettvanginn“

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að hafa átt við sönnunargögn á vettvangi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt gegn almennum borgurum í Douma þarsíðustu helgi.

„Ég get ábyrgst það að Rússland hefur ekki átt við vettvanginn,“ segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í samtali við BBC.

Grunur lék á afskiptum Rússa þegar fregnir bárust af því að Rúss­ar og Sýr­land­sstjórn hafa enn ekki leyft eft­ir­lits­mönn­um stofn­un­ar um bann við notk­un efna­vopna (OPCW) að kom­ast inn í Douma, þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt. Stjórnvöld í Rússlandi og Sýrlandi segja að verið sé að tryggja öryggismál áður en sérfræðingarnir geta hafi vinnu sína.

Frétt mbl.is: Ekki enn komist inn í Douma

Rúss­ar hétu því fyrr í dag að skipta sér ekki af vinnu sér­fræðinga OPCW sem komn­ir eru til Sýr­lands til að rann­saka meinta notk­un efna­vopna gegn al­menn­um borg­ur­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert