Forsetinn ræddi við mótmælendur

Armenskir lögreglumenn sjást hér handtaka mótmælanda á fjöldafundi í Jerevan …
Armenskir lögreglumenn sjást hér handtaka mótmælanda á fjöldafundi í Jerevan í dag. AFP

Armen Sargsyan, nýr forseti Armeníu, ræddi stuttlega við stjórnarandstæðinga sem komu saman til að mótmæla forvera Sargsyan í embætti, en hann er harðlega gagnrýndur fyrir tilraunir til að reyna að viðhalda völdum í landinu.

Sargsyan gekk að leiðtoga stjórnarandstæðinganna í höfuðborginni Jerevan, tók í höndina á honum og ræddi stuttlega við hann. Svo virtist sem að hann hefði lagt til að menn myndu eiga formlegan fund, að því er fram kemur á vef BBC.

Undanfarna níu daga hefur mikil spenna og ófríður ríkt í Armeníu. 

Serzh Sargsyan, fyrrverandi forseti landsins, sem tengist þó ekki núverandi forseta þrátt fyrir sama eftirnafn, lét af embætti sem forseti landsins en sneri aftur í stól forsætisráðherra. Þar með sveik hann eigið loforð. 

Armenskir lögreglumenn sjást hér loka götu í höfuðborginni í dag.
Armenskir lögreglumenn sjást hér loka götu í höfuðborginni í dag. AFP

Þegar hann var forseti landsins þá breyttist stjórnkerfið landsins úr forsætaræði yfir í þingræði, sem jók jafnframt völd forsætisráðuneytisins. 

Átök hafa brotist út í landinu og slegið hefur í brýnu á milli mótmælenda og óeirðalögreglumanna. Fjölmargir hafa verið handteknir. 

Margir Armenar vilja sjá raunverulegar breytingar í landinu, en þeir hafa áhyggjuraf því að verið sé að ræna þá því tækifæri þar sem sömu leiðtogarnir séu enn við völd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert