Stefnir í hitamet í Lundúnamaraþoninu

Einn þekktasti langhlaupari Breta, Mo Farah, stillir sér upp í …
Einn þekktasti langhlaupari Breta, Mo Farah, stillir sér upp í myndatöku fyrir Lundúnamaraþonið. AFP

Lundúnamaraþonið í ár verður það heitasta frá byrjun ef veðurspár ganga eftir, en það fer fram í dag og ráð er gert fyrir að hitinn fari upp í 23 stig. BBC greinir  frá.

Hlauparar hafa verið varaðir við hitanum og beðnir að gera ráðstafanir. Árið 2007 mældist hitinn 22,6 stig. Einn hlaupari lést í maraþoninu það árið og 73 lentu á spítala.

Veðurstofan í Bretlandi segir að búast megi við enn meiri hita, bæði vegna malbiksins og annars fólks. Aðstæðurnar gætu líka reynst þeim sem hlaupa í búningum erfiðir, en um 100 manns ætla að reyna að setja Guinness-heimsmet með því að hlaupa í gervi riddara, Paddington eða í skíðaskóm.

Meðal hlauparanna í ár eru líka slökkviliðsmenn sem tókust á við Grenfell-brunann og lögreglumaður sem var stunginn í árásinni á London Bridge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert