Tugir létust í sprengjuárás

Þetta er enn ein árásin í landinu sem beinist gegn …
Þetta er enn ein árásin í landinu sem beinist gegn kjósendum. AFP

Þrjátíu og einn lét lífið þegar árásarmaður sprengdi sjálfan sig í loft upp fyrir framan kosningamiðstöð í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag. Þetta er enn ein árásin sem beinist gegn kjósendum í landinu, en þingkosningar eiga að fara fram í landinu í október. 

Menn hafa haft miklar áhyggjur af öryggismálum í landinu í tengslum við kosningarnar sem eiga að fara fram 20. október, en litið verður á þær sem undirbúning fyrir forsetakosningarnar sem eiga að fara fram á næsta ári. 

Lögreglustjórinn í Kabúl segir að sprengjan hafi sprungið fyrir utan miðstöðina þar sem verið er að skrá nýja kjósendur. 

Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir að 31 hafi látist og 54 hafi særst í árásinni. Grunur leikur á að fleiri hafi særst. 

Miðstöðin er í vesturhluta borgarinnar þar sem sjíar eru í meirihluta.

Talibanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert