200 handteknir eftir átök í París

Mótmælendur kveiktu í bílum og brutu rúður.
Mótmælendur kveiktu í bílum og brutu rúður. AFP

Lögreglan í París í Frakklandi hefur handtekið um 200 grímuklædda óeirðaseggi sem brutu rúður og kveiktu í bílum í 1. maí kröfugöngunni sem fór fram í dag. Hettu- og grímuklæddir mótmælendur tóku nánast yfir friðsamleg mótmæli vegna stefnu Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í umbótum á starfsemi hins opinbera. BBC greinir frá.

AFP

Óeirðaseggirnir eru sagðir hafa hrópað slagorð á borð við „Rístu upp Par­ís“ og „All­ir hata lög­regl­una“. Þá eiga sumir að hafa borið spjöld með merki an­arkista og borða með til­vís­un í öfga vinstri hóp­inn „svarta banda­lagið“.

AFP

Lög­regl­an beitti vatnsbyssum og tára­gasi í þeim til­gangi að reyna að tvístra hópn­um, en fjórir slösuðust í átökunum. Þar á  meðal einn lögreglumaður.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert