ESB segir Trump ílengja óvissu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hitti Donald Trump 27. apríl meðal …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hitti Donald Trump 27. apríl meðal annars til þess að koma í veg fyrir viðskiptastríð milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. AFP

Evrópusambandið sakar Bandaríkin um að lengja óvissu á mörkuðum með því að bíða með að taka ákvörðun um hvort þau hyggjast leggja á umdeilda innflutningstolla á ál og stál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag.

Í síðasta mánuði skrifaði forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, undir skipun þess efnis að 25% tollur yrði innheimtur af innfluttu stáli og 10% tollur af innfluttu áli. Hækkun þessara tolla hefur verið talin mikilvægur þáttur í „Bandaríkin fyrst“-stefnu Trumps í viðskiptamálum.

Skipun Trumps átti að taka gildi í dag, en vegna ótta á hlutabréfamarkaði útaf hættunni á viðskiptastríði sagðist Trump ætla að halda aftur af gildistöku skipunarinnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði í dag að ákvörðun Trumps aðeins til þess fallna að „draga á langinn þá óvissu sem nú þegar er að hafa áhrif á viðskipti.“

Evrópusambandið, ásamt leiðtogum einstakra Evrópuríkja, og forseti Bandaríkjanna hafa um hríð skipst á hótunum um innheimtu tolla og hefur Trump meðal annars sagt „viðskiptastríð geta verið af hinu góða.“ Þá hafa Bandarísk yfirvöld sagt að þau ríki sem Bandaríkin stunda viðskipti við verða gefa eftir á einhverjum sviðum, en Evrópusambandið segist ekki vilja semja nema það verði fyrst tryggð undanþága frá tollunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert