Trump segir lekann „til skammar“

Trump er ekki sáttur við að spurningalistanum hafi verið lekið.
Trump er ekki sáttur við að spurningalistanum hafi verið lekið. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir það „til skammar“ að lista með spurningum sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar FBI, vill leggja fyrir forsetann, hafi verið lekið til til New York Times. Hef­ur dag­blaðið nú und­ir hönd­um lista með tæp­lega 50 spurn­ing­um sem Mu­ell­er er sagður vilja leggja fyr­ir Trump. Er rúm­ur helm­ing­ur spurn­ing­anna sagður snúa að hindr­un rétt­vís­inn­ar. Forsetinn tísti um málið í dag.

„Það er til skammar að spurningum varðandi rússnesku nornaveiðarnar hafi verið „lekið“ til fjölmiðla. Engin spurning um samsæri. Ég skil, þið eruð með skáldaðan glæp, samsæri, sem aldrei átti sér stað og rannsóknin hefst á ólöglegum leka á trúnaðarupplýsingum. Frábært!“ skrifaði forsetinn á Twitter.

Skömmu síðar skrifaði hann aðra færslu þar sem hann sagði mjög erfitt að hindra framgang réttvísinnar vegna glæps sem aldrei var framinn.

Mu­ell­er sendi lög­fræðing­um Trumps ný­lega 10 blaðsíðna lista með spurn­ing­um og þykja þær veita skýra sýn inn í þan­ka­gang Mu­ell­ers. Enn frem­ur þykja þær benda til þess að sak­sókn­ar­inn líti ekki bara til for­set­ans sem vitn­is í rann­sókn­inni. Ekki ligg­ur enn hins veg­ar enn fyr­ir hvort að Mu­ell­er fái að yf­ir­heyra Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert