„Það er von á stormi vinur“

Stormy lék sjálfa sig í grínatriðinu.
Stormy lék sjálfa sig í grínatriðinu. AFP

Stormy Daniels, klámmyndaleikkonan sem segist hafa sofið hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, árið 2006, lék sjálfa sig í grínatriði sem birtist í bandaríska sjónvarpsþættinum Saturday Night Live. Í atriðinu hæðist hún að forsetanum og kallar eftir afsögn hans. „Ég veit að þú trúir ekki á loftslagsbreytingar, en það er von á stormi vinur,“ segir hún meðal annars.

Daniels fékk greidda 130 þúsund Banda­ríkja­dali rétt fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2016 til þess að koma í veg fyr­ir að hún tjáði sig um meint sam­band henn­ar við for­set­ann. Daniels hef­ur greint frá því að þau hafi sofið sam­an einu sinni en að Trump hafi margít­rekað reynt að end­ur­nýja kynni. Það var lögmaður Trump, Michael Cohen, sem ­lét Daniels hafa peningana, en forsetinn mun hafa endurgreitt honum. Hún höfðaði mál gegn lög­mann­in­um til þess að fá sam­komu­lagi um þögn henn­ar um sam­band við for­set­ann hnekkt, en 90 daga hlé var gert á málsmeðferðinni við ríkisdómsól Kaliforníu í lok apríl.

Trump hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu við Daniels, en segir hana hafa fengið greitt svo hún hætti að koma með falskar ásakanir.

Í grínatriðinu þá hringir Alec Baldwin, sem Trump, í Daniels í þeim tilgangi að útkljá málið í eitt skipti fyrir öll. Segir hann meðal annars að allir viti að þessar ásaknir séu bara leikrænir tilburðir. „Ég leik í klámmyndum, við sem gerum það erum ekki þekkt fyrir leiklistarhæfileika okkar,“ svaraði hún.

Baldwin, sem Trump, spurði hana þá hvað hann þyrfti að gera til að hún hætti þessu. „Segja af mér?“ spurði hann. „Ég leysti vandamálið með Norður og Suður Kóreum af hverju get ég ekki leyst þetta á milli okkar?“ spurði hann jafnframt.

„Þú verður að fyrirgefa Donald, það er of seint. Ég veit að þú trúir ekki á loftslagsbreytingar, en það er von á á stormi vinur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert