Trump talinn segja upp samkomulaginu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun formlega tilkynna ákvörðun sína í …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun formlega tilkynna ákvörðun sína í dag. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun samkvæmt heimildum hafa tjáð Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann hyggst tilkynna í dag að Bandaríkin muni ekki styðja kjarnorkusamkomulagið við Íran áfram. Þetta segir í umfjöllun New York Times.

Samkvæmt heimild New York Times á Trump að hafa sagt Macron frá áformum sínum í morgun í samtali þeirra á milli. Samkvæmt áætlun mun Trump formlega tilkynna afstöðu sína í dag klukkan 18 íslenskum tíma.

Segi Bandaríkin sig frá samkomulaginu frá 2015 mun það þýða að þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran munu verða settar að nýju, heimildarmaðurinn segir slíkar aðgerðir þegar í undirbúningi. Jafnframt hyggjast stjórnvöld í Bandaríkjunum beita nýjum efnahagslegum þvingunum.

Annar heimildarmaður hefur upplýst að viðræður um kjarnorkusamkomulagið hafi strandað vegna kröfu Trumps um að takmarkanir á framleiðslu Írans á kjarnorkueldsneyti verði í gildi lengur en til 2030, en gildandi samkomulag gerir ráð fyrir að draga úr takmörkunum eftir þann tíma.

Talið er að óvissa geti skapast í samskiptum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Evrópu vegna málsins. Á sama tíma geta samskipti Bandaríkjanna við Kína og Rússland hlotið skaða þar sem þessi ríki einnig eru aðilar að samkomulaginu.

Hass­an Rou­hani, for­seti Íran, seg­ir að ef Banda­rík­in segi sig frá kjarn­orku­sam­komu­lag­inu við Íran, sem var und­ir­ritað árið 2015, muni þeir „sjá mikið eft­ir því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert