Kim telur að fundurinn verði sögulegur

Samsett mynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un, leiðtoga …
Samsett mynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sagði í dag við Mike Pompoe, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fyrirhugaður fundur hans og Donald Trump Bandaríkjaforseta yrði „sögulegur.“

Töluvert hefur verið rætt og ritað um hvort N-Kórea hætti öllum kjarnorkutilraunum. Tæplega 20 þing­menn Re­públi­kana­flokks­ins hafa sent norsku nóbelsnefndinni bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að hafa Trump í huga vegna áhrifa hans í átt að betra andrúmslofti milli ríkjanna á Kóreuskaga.

Norðurkór­eska rík­is­frétta­stof­an KCNA hefur eftir Kim að leiðtogafundur hans og Trump verði gott fyrsta skref.

Kim sagðist vonast til þess að fundurinn yrði til þess að bæta stöðuna á Kóreuskaganum og að framtíðin þar væri björt.

Suðurkór­eski fjöl­miðill­inn Yon­hap segir að þetta sé í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opinberlega um fyrirhugaðan fund sinn og Trump. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert