„Niðurstaða Bandaríkjaforseta vonbrigði“

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran eru mikil mistök að mati Emmanuel Macon Frakklandsforseta.

„Niðurstaða Bandaríkjaforseta eru vonbrigði. Ég held að hann sé að gera mistök og þess vegna munum við halda samkomulagið,“ sagði Macron en ut­an­rík­is­ráðherr­ar Frakk­lands, Bret­lands og Þýska­lands munu funda með full­trú­um stjórn­valda í Íran á mánu­dag og ræða fram­haldið.

Macron ræddi símleiðis við Hassan Rouhani, forseta Írans, og tjáði honum að Frakkar muni standa við sinn hluta samkomulagsins. 

Með samn­ingn­um við Banda­rík­in, Bret­land, Frakk­land, Kína, Rúss­land og Þýska­land frá ár­inu 2015 skuld­batt klerka­stjórn­in í Íran sig til að tak­marka veru­lega kjarn­orku­áform sín gegn því að viðskiptaþving­un­um gegn land­inu yrði aflétt. Macron sagði að nú væri mikilvægt fyrir ríki Evrópu að víkja ekki frá samkomulaginu.

„Það er mikilvægt að stuðla að stöðugleika og friði í Mið-Austurlöndum,“ sagði Macron.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert