Fórnarlömbin fá 500 milljónir dollara

Larry Nassar.
Larry Nassar. AFP

Michigan State-háskóli, þar sem kynferðisbrotamaðurinn Larry Nassar starfaði, hefur samþykkt að greiða 500 milljónir dollara í bætur til 332 fórnarlamba hans.

Um er að ræða svokallaða „allsherjarsátt“ að sögn Michigan-háskóla. Þar eru teknar með í reikninginn kröfur gegn fólki sem starfaði fyrir háskólann og tengdist hneykslismálinu.

Nassar er fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum.

Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi í janúar eftir að hann játaði að hafa framið kynferðisbrot gegn konum og stúlkum á tveggja áratuga tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert