Bush eldri aftur á sjúkrahús

George H. W. Bush.
George H. W. Bush. AFP

George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í dag fluttur á sjúkrahús í Main-ríki vegna lágs blóðþrýstings og yfirliða einungis tæpum þremur vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í Texas-ríki. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að Bush sé vakandi, athygli hans sé í lagi og honum líði almennt vel. Reiknað er með að hann verði áfram á sjúkrahúsinu, sem staðsett er í Maine-ríki, undir eftirliti lækna í nokkra daga. Bush er 93 ára gamall. 

Bush, sem var forseti Bandaríkjanna 1989-1993, er með Parkison-veiki og er í hjólastól af þeim sökum. Hann hefur ítrekað verið lagður inn á sjúkrahús á liðnum árum. Hann er faðir George W. Bush sem gegndi embættinu frá 2001-2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert