Skiptu á lyfjum og kynlífi

Hjálparsamstökin Medecins Sans Frontieres starfa víða um heim.
Hjálparsamstökin Medecins Sans Frontieres starfa víða um heim. AFP

Hjálparstarfsmenn hjá samtökunum Læknar án landamæra, Medecins Sans Frontieres, notfærðu sér þjónustu vændiskvenna þegar þeir störfuðu fyrir samtökin í Afríku. Þetta kom fram í þætti á BBC, Victoria Derbyshire, og er haft eftir heimildum. Konur sem störfuðu fyrir samtökin segja að þetta hafi verið algengt meðal starfsmanna. Ein þeirra hafði eftir háttsettum starfsbróður að það væri jafnvel hægt að eiga vöruskipti. Að greiða fyrir kynlíf með lyfjum. 

Samkvæmt samtökunum eru misnotkun, áreitni eða þrælkun ekki liðin hjá þeim. Bannað er að nýta sér vændisþjónustu samkvæmt reglum MSF. Konurnar sem rætt var við í þættinum komu nafnlaust fram þar sem þær óttast að vera settar á svartan lista erlendra hjálparstofnana ef það kæmist upp um að þær væru uppljóstrarar.

Ásakanirnar beinast að starfsmönnum sem annast skipulagningu á vegum MSF, ekki læknum eða hjúkrunarfræðingum. Ein þeirra sem kom fram segir að hún hafi sjálf séð starfsmenn koma með stúlkur inn í vistaverur sínar þegar þau störfuðu í Kenýa. Stúlkurnar hafi verið mjög ungar og orðrómur um að þær störfuðu í vændi. Það væri hennar tilfinning að um vændi hafi verið að ræða og hún væri ekki sú eina sem teldi það af þeim starfsmönnum sem þarna voru.

Önnur kona sem starfaði með HIV-smituðum í Mið-Afríku segir að það sé algengt að starfsfólk MSF notfæri sér þjónustu innlendra vændiskvenna. Hún segir að með henni hafi starfað eldri maður sem hafi jafnvel látið konu búa hjá sér í búðum starfsfólks. Ekki hafi farið fram hjá neinum að hún væri vændiskona. En hann hafi talað um hana sem unnustu sína.

„Ég sá einn af starfsbræðrum mín, hann var miklu yngri, fara inn á klósett með innlendri vændiskonu,“ bætir hún við. Hún segist hafa kannast við konuna og hún hafi sagt henni að maðurinn hafi greitt henni fyrir kynmök. 

Hér er hægt að lesa frekar um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert