Hætta að fljúga með hælisleitendur úr landi

Félagið tilkynnti ráðuneytinu nýlega um ákvörðun sína.
Félagið tilkynnti ráðuneytinu nýlega um ákvörðun sína.

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur slitið samstarfi við heimavarnarráðuneytið um að flytja ólöglega innflytjendur og hælisleitendur nauðuga úr landi. Flugfélagið tilkynnti ráðuneytinu nýlega um ákvörðun sína og segir hana vera tekna með hagsmuni farþega þeirra og annars fólks að leiðarljósi. BBC greinir frá.

Aðgerðasinnar fagna ákvörðuninni og hvetja fleiri flugfélög til að gera slíkt hið sama.

Talsmaður Virgin Airlines vildi ekki gefa upplýsingar um hver margar flugferðir félagið hefði farið með hælisleitendur eða um hve marga væri að ræða. Samkvæmt frétt The Guardian hefur félagið flutt hælisleitendur úr landi á almennu farrými, þar sem þeir hafa setið við hlið farþega, í fjölda ára. En einstaklingarnir hafa alltaf verið í lögreglufylgd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert