129 handteknir í risaaðgerð lögreglu

129 voru handteknir í aðgerðunum.
129 voru handteknir í aðgerðunum. AFP

Yfir þúsund lögreglumenn tóku þátt í risaaðgerð spænsku lögreglunnar í síðasta mánuði þegar 129 voru handteknir og farið var í húsleitir í 74 húsum. Aðgerðunum var beint gegn skipulagðri glæpastarfsemi armenskrar glæpaklíku en um var að ræða samstarfsverkefni lögregluyfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum.

Europol og Interpol tóku þátt í aðgerðunum með spænsku og katalónsku lögreglunni en glæpahringurinn er grunaður um fíkniefnasmygl, ólöglegt smygl á tóbaki, innbrot, ólöglega vopnaeign, bílaþjófnað og veðmálasvindl, en talið er að 20 íþróttamönnum í strandblaki, tennis, körfubolta og íshokkí hafi verið mútað til að hafa áhrif á úrslit leikja.

Lagt var hald á 100 þúsund evrur í aðgerðunum, vopn og skotheld vesti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert