Kynþáttahatarar handteknir í Berlín

AFP

Þýska lögreglan handtók í nótt tíu manns fyrir árás og kynþáttahatur í almenningsgarði í Berlín. Fólkið, sem er á aldrinum 15-25, var handtekið undir morgun og samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla er bæði fórnarlambið og þeir sem réðust á það, frá Sýrlandi.

Að sögn lögreglu bað maðurinn sem varð fyrir árásinni hópinn um að gefa sér eld en fólkið reif af honum sígarettuna. Fórnarlambið, sem er 25 ára, var með hálsmen með Davíðsstjörnunni og reif einn mannanna af honum menið og hreytti í hann gyðingahatri. Hann var síðan sleginn í andlitið áður en hópurinn flúði af vettvangi. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús og gert að sárum hans.

Lögreglan segir að hópurinn, þrjár konur á aldrinum 15-21 og sjö karlar á aldrinum 17 til 25 ára hafi verið látin laus eftir skýrslutöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert