Carrington lávarður látinn

Steingrímur Hermannsson, Matthías Á Mathiesen og Carrington lávarður á fundi …
Steingrímur Hermannsson, Matthías Á Mathiesen og Carrington lávarður á fundi NATO ríkja 1986/87.

Fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, Peter Alexander Rupert Carrington lávarður, lést 99 ára að aldri í dag. Carrington var til þessa eini lifandi einstaklingurinn sem átti sæti ríkisstjórn Winstons Churchills 1951 til 1955.

Carrington var einnig utanríkisráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher, en sagði þó af sér 1982 eftir að her Argentínu gekk í land á Falklandseyjum.

Lávarðurinn sótti Ísland heim nokkrum sinnum, en hann gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra NATO á níunda áratug.

Í átta áratugi sat Carrington í lávarðadeild breska þingsins og gegndi embætti ráðherra undir sex mismunandi forsætisráðherrum Bretlands.

Carrington fæddist 1919 og gegndi herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni sem skriðdrekaforingi og hlaut talsverða viðurkenningu fyrir frammistöðu sína. Titilinn erfði hann af föður sínum, baróni Carrington 1938, en hann tók ekki sæti í lávarðadeild breska þingsins fyrr en 1946.

Theresa May, forsætisráðherra, gaf út tilkynningu í dag vegna andlát Carrington og sagði að „fáir einstaklingar hafa helgað lífi sínu í þágu þjóðar sinnar jafn lengi og af jafn mikilli alúð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert