Segir að enginn hafi verið harðari við Rússa

Donald Trump á ríkisstjórnarfundi í dag.
Donald Trump á ríkisstjórnarfundi í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að enginn forveri hans í embætti hafi verið jafn-„harður“ við Rússa og hann. Ummæli Trump í dag koma í framhaldi af því að hann hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fund hans og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á mánudag.

„Við stöndum okkur mjög vel, líklega betur en nokkur annar hefur gert í sambandi við Rússa,“ sagði Trump í dag.

„Lítið bara á hvað við höfum gert. Lítið á refsiaðgerðir okkar. Ég held að Pútín viti þetta betur en nokkur annar, í það minnsta veit hann meira um málið en fjölmiðlar,“ sagði Trump.

„Hann skilur þetta og er ekki ánægður. Hann ætti heldur ekki að vera ánægður vegna þess að enginn annar forseti hefur verið jafnharður við Rússa og ég.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert