Trump hafnaði tillögu Pútíns

Trump og Pútín takast í hendur í Helsinki í Finnlandi …
Trump og Pútín takast í hendur í Helsinki í Finnlandi á mánudag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hafnað tillögu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, um að rússneskir embættismenn fái að yfirheyra fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna og fleiri bandaríska borgara.

Þetta sagði Sarah Sanders, talsmaður Hvíta hússins á blaðamannafundi í dag. Hún sagði beiðnina hafa verið lagða fram af Pútín í einlægni, en að Trump hefði ekki samþykkt hana.

Tillaga Pútíns fól í sér að Bandaríkjamenn myndu fá að senda fulltrúa sína til Rússlands til þess að yfirheyra tólfmenningana rússnesku, sem ákærðir hafa verið fyrir að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og að Rússar myndu í staðinn fá að yfirheyra fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, Michael McFaul og fleiri aðila.

Sanders sagði á fréttamannafundinum í dag að vonandi myndi Pútín fá Rússana 12 til þess að koma til Bandaríkjanna, til þess að hægt verði að sækja mál á hendur þeim og fá úr því skorið hvort þeir séu sekir af tölvuinnbrotunum eður ei.

Sarah Sanders, talsmaður Hvíta hússins.
Sarah Sanders, talsmaður Hvíta hússins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert