Aldrei fleiri morð í Mexíkó

Aukningin nemur 16% frá síðasta ári, þegar 13.751 morð var …
Aukningin nemur 16% frá síðasta ári, þegar 13.751 morð var framið á fyrri helmingi ársins. AFP

Tæplega sextán þúsund morð voru framin fyrri hluta árs í Mexíkó, alls 15.973, og er fjöldinn sá mesti sem sést hefur frá því að talningar hófust árið 1997. Aukningin nemur 16% frá síðasta ári, þegar 13.751 morð var framið á fyrri helmingi ársins.

Guardian greinir frá því að fjöldi morða hafi aldrei verið meiri, ekki einu sinni þegar stríðið gegn eiturlyfjum var í hámarki árið 2011. Með þessu áframhaldi út árið yrði fjöldi morða 22 á hverja 100.000 íbúa og nálgast tíðni morða í Brasilíu og Kólumbíu, þar sem 27 af hverjum 100.000 íbúum eru myrtir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert