Umhverfisnefnd breska þingsins segir í nýrri skýrslu sinni að um árið 2050 megi búast við 7.000 dauðföllum árlega vegna hita í landinu, verði ekkert að gert. Gefa þurfi eldri borgurum, sem fari fjölgandi, sérstakan gaum í þessu sambandi.
Vísindamenn eru ekki á einu máli um hvort hitabylgjur síðustu ára megi rekja til loftslagsbreytinga en þeir eru þó sammála því að hitabylgjur verði tíðari – og heitari – í framtíðinni vegna aukinnar losunnar gróðurhúsalofttegunda.
Í skýrslu þingnefndarinnar er fjallað um þá spá bresku veðurstofunnar að á fimmta áratug þessarar aldar gæti hiti í Bretlandi reglulega verið í kringum 38,5°C.