Hjálpuðu N-Kóreu að komast hjá þvingunum

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur beitt þvingunum gegn rússneskum banka sem aðstoðaði …
Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur beitt þvingunum gegn rússneskum banka sem aðstoðaði norðurkóresk stjórnvöld að komast hjá þvingunum sem lagðar voru á ríkið af öryggisráði SÞ. AFP

Bandaríkjastjórn hefur lagt viðskiptaþvinganir á rússneskan banka fyrir að hafa aðstoðað norðurkóresk stjórnvöld við að komast undan efnahagsþvingununum sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði á Norður-Kóreu í því skyni að þrýsta á afkjarnorkuvopnavæðingu ríkisins. 

AFP greinir frá málinu. Þar segir að OFAC-deild bandaríska fjármálaráðuneytisins hafi beitt þvingunum gegn einum einstaklingi og tveimur félögum auk rússneska bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert