Börn á meðal látinna í sprengingu

Byggingar sjást hér gjöreyðilagðar í kjölfar sprengingarinnar, þar sem a.m.k. …
Byggingar sjást hér gjöreyðilagðar í kjölfar sprengingarinnar, þar sem a.m.k. 39 létu lífið. Þar á meðal um 12 börn. AFP

Að minnsta kosti 39 létust, þar af yfir 10 börn, þegar sprenging varð í vopnageymslu í bænum Sarmada í Idlib-héraði, sem er í norðvesturhluta Sýrlands. 

Fréttamaður AFP í Sarmada, sem liggur skammt frá tyrknesku landamærunum, segir að tvær byggingar hafi jafnast við jörðu í sprengingunni, en ekki sé vitað hvað olli henni. 

Björgunarsveitarmenn hafa notað jarðýtur til að losa hreinsa svæðið og vinna að því að bjarga fólki sem er fast í rústunum. 

Björgunarsveitarmaður situr við hliðina á litlu barni sem lét lífið …
Björgunarsveitarmaður situr við hliðina á litlu barni sem lét lífið í sprengingunni. AFP

Rami Abdel Rahman, talsmaður sýrlensku mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights, segir tala látinna hafi farið hækkandi frá því í morgun, en upphaflega voru 12 taldir af. 

Hann segir að vopnageymslan sé í fjölbýlishúsi í bænum. Meðal þeirra sem létust eru ættingjar bardagamanna samtakanna Hayat Tahrir al-Sham, sem er bandalag heilagra stríðsmanna sem tengdust al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum. Þeir höfðu áður aðsetur í Homs þar til þeir voru hraktir á brott. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert