Erkibiskup í stofufangelsi fyrir að leyna barnaníði

Philip Wilson (fyrir miðju) yfirgefur dómsalinn. Hann hyggst áfrýja dómnum.
Philip Wilson (fyrir miðju) yfirgefur dómsalinn. Hann hyggst áfrýja dómnum. AFP

Philip Wilson, fyrrverandi erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu, hefur verið gert að sæta 12 mánaða stofufangelsi fyrir að að halda barn­aníði inn­an kirkj­unn­ar leyndu á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar, að því er BBC greinir frá.

Dómsuppkvaðning yfir Wilson var í dag, en hann er þar með sá hæst setti inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar sem dæmd­ur hefur verið fyr­ir slík­an glæp. Úrskurður ástralska dómstólsins felur þó í sér að Wilson mun ekki þurfa að sitja í fangelsi. Honum er hins vegar gert að hefja afplánun strax á heimili ættingja, auk þess að vera undir rafrænu eftirliti.

Frans páfi féllst í síðasta mánuði á afsögn Wilsons.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/07/30/pafi_fellst_a_afsogn_astralsks_erkibiskups/

Er hann yfirgaf dómsalinn í dag brást Wilson ekki við kröfu eins fórnarlamba kynferðisofbeldisins, sem krafði hann um afsökunarbeiðni.

Í gegnum réttarhöldin hefur Wilson alfarið neitað að sér hafi verið kunnugt um að presturinn James Patrick Fletcher hafi beitt altarisdrengi kynferðisofbeldi á áttunda áratug síðust aldar. Dómstóll úrskurðaði hins vegar í maí á þessu ári að fórnarlömb ofbeldisins hefðu látið Wilson vita, en hann hefði látið hjá líða að tilkynna það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert