Heimild afturkölluð vegna „óstöðugrar hegðunar“

John Brennan.
John Brennan. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað heimild John Brennan, fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, til að skoða leynileg og viðkvæm gögn.

Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, las upp tilkynningu þess efnis frá Trump í dag. Þar kemur fram að ástæðan fyrir því að Brennan fær ekki að skoða gögnin er „óstöðug framkoma og hegðun“.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Hefð er fyrir því að fyrrverandi forstjórar leyniþjónustunnar hafi áfram heimild til að skoða viðkvæm gögn eftir að þeir hafa látið af störfum. Er það meðal annars gert til að arftakar þeirra geti fengið góð ráð.

Brennan hefur oft gagnrýnt Trump en eftir fund forsetans með Pútín Rússlandsforseta í júlí sagði hann aðgerðir Trump landráð gegn Bandaríkjunum. Hann sagði í fyrra að rannsókn á mögulegum tengslum kosningateymis Donalds Trump Bandaríkjaforseta og stjórnvalda í Rússlandi væri vel rökstudd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert