Monsúnhörmungar á Indlandi: 324 látnir

324 hið minnsta eru látnir vegna flóðanna í Kerala-héraði, sem …
324 hið minnsta eru látnir vegna flóðanna í Kerala-héraði, sem sögð eru þau verstu í heila öld. AFP

324 hið minnsta eru látnir í Kerala-héraði á Indlandi. Þar eru nú flóð, sem yfirvöld í héraðinu segja að séu þau verstu í heila öld. Síðasta sólarhringinn hefur rigningin á svæðinu verið gríðarleg og yfir 200.000 manns þurft að flýja heimili sín vegna flóðanna.

Björgunaraðgerðir standa yfir á vettvangi, en yfirvöld í Kerala segja að margir þeirra látnu hafi lent í skriðum.

Rauð viðvörun er í gildi í héraðinu sem er á Suður-Indlandi. Búist er við því að rigningin haldi áfram næstu daga. Þyrlur og yfir 300 bátar vinna að því að flytja fólk af flóðasvæðunum.

Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, mun heimsækja flóðasvæðin í kvöld.

Frétt BBC um málið

Yfir 200.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna …
Yfir 200.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. AFP

 

Búist er við því að rigningar haldi áfram næstu daga.
Búist er við því að rigningar haldi áfram næstu daga. AFP

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert