Lagði til kynlífsbann vegna hitabylgju

Heilbrigðismálaráðherra Santa Marta í Kólumbíu hvatti fólk til að halda …
Heilbrigðismálaráðherra Santa Marta í Kólumbíu hvatti fólk til að halda sig frá kynlífi vegna hitans sem er núna á svæðinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Íbúar í strandbænum Santa Marta í Kólumbíu hafa verið hvattir til að láta allt kynlíf eiga sig á meðan hitabylgja gengur yfir svæðið. Greint er frá á vef Sky News. Hiti fer upp í allt að 40 gráður á svæðinu.

Julio Salas, heilbrigðismálaráðherra Santa Marta, uppskar hlátur þegar hann lagði fram tillöguna, en þar að auki hvatti hann fólk til að klæðast efnaminni fötum og drekka mikið vatn. 

Sky News hefur eftir fréttasíðunni El Heraldo að Salas hafi sagt að hann teldi það rökrétt að stunda ekkert kynlíf í hitabylgjunni, rétt eins og fólk lætur aðra erfiða líkamsrækt eiga sig í miklum hita. 

Salas sagði að ef fólki fyndist það of erfitt að halda sig frá kynlífi þá ætti það að minnsta kosti að bíða þangað til eftir sólsetur, þar sem „það er betra að gera það á kvöldin þegar hitastigið er lægra,“ sagði Salas en bætti við: „Ef fólk er með góða loftkælingu er þetta ekki vandamál.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert