19 létust í eldsvoða á heilsuhóteli

Eldur kom upp á heilsuhóteli í norðausturhluta Kína í dag. …
Eldur kom upp á heilsuhóteli í norðausturhluta Kína í dag. Að minnsta kosti 19 eru látnir. AFP

Að minnsta kosti 19 eru látnir og 23 slasaðir eftir að eldur kom upp á heilsuhóteli í borginni Harbin, höfuðborg Heilongjiang-héraðs í norðausturhluta Kína í dag.

Eldurinn kom upp í heilsulind hótelsins, þar sem meðal annars má finna heit jarðböð.„Um 400 metra svæði hefur orðið eldinum að bráð og 19 eru látnir,“ hefur Xinhua-fréttastofan eftir yfirvöldum.

Rannsókn á eldsupptökum er hafin og hefur eigandi hótelsins verið handtekinn og færður til yfirheyrslu hjá lögreglu.

Öryggisverðir við inngang hótelsins þar sem eldurinn kom upp.
Öryggisverðir við inngang hótelsins þar sem eldurinn kom upp. AFP
Miklar skemmdir urðu í eldsvoðanum.
Miklar skemmdir urðu í eldsvoðanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert