Rannsaka hvort árásin hafi verið hryðjuverk

Frá aðgerðum lögreglu við aðallestarstöðina í Amsterdam í gær.
Frá aðgerðum lögreglu við aðallestarstöðina í Amsterdam í gær. AFP

Fólkið sem særðist alvarlega í hnífaárás á aðallestarstöðinni í Amsterdam í gær er bandarískir ríkisborgarar. Lögregluyfirvöld í Hollandi rannsaka hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða.

„Við höfum haft samband við fjölskyldur fórnarlambanna,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu frá Pete Hoekstra, sendiherra Bandaríkjanna í Hollandi.

Árásarmaðurinn var skotinn á staðnum en hann er ekki í lífshættu. Hann er 19 ára gamall af afgönskum uppruna en er með dvalarleyfi í Þýskalandi.

Um 250.000 manns fara um aðallest­ar­stöðina, sem er í miðbæ borg­ar­inn­ar, á degi hverj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert