Trump heimsækir hamfarasvæðið

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst í næstu viku ferðast til þeirra svæða sem orðið hafa verst úti í fellibylnum Flórens samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag.

Þetta kemur fram í frétt AFP en Flórens, sem nú er orðin að hitabeltisstormi, hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna, aðallega í ríkjunum Norður- og Suður-Karólínu.

„Forsetinn hyggst fyrri hluta eða um miðja næstu viku ferðast til svæða sem urðu fyrir storminum um leið og ljóst er að heimsókn hans muni ekki trufla björgunarstörf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert