Vilja halda ólympíuleikana í sameiningu

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, (t.v.) og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, …
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, (t.v.) og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, veifa til íbúa Pyongyang í fyrstu opinberu heimsókn Moon til höfuðborgar Norður-Kóreu. AFP

Norður- og Suður-Kórea hafa ákveðið að leggja fram sameiginlega umsókn um að halda Ólympíuleikana 2032 á Kóreuskaga, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga ríkjanna og sem Reuters-fréttastofan greinir frá.

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, og Kim Jong-un, forseti Norður-Kóreu, funduðu í Norður-Kóreu í gær, þar sem aðaláherslan var á afvopnavæðingu kjarnavopna á Kóreuskaganum.

Það var íþróttamálaráðherra Suður-Kóreu, Do Jang-hwan sem í síðustu viku lagði fyrst fram hugmyndina að sameiginlegu framboði. Sagði Do að hægt væri að byggja sameiginlegt framboð á því hversu vel hefði tekist til við með Vetrarólympíuleikana í Seoul í febrúar. Þá var Norður-Kórea meðal þátttakenda, sem átti töluverðan þátt í að bæta samskipti ríkjanna og sendu Norður- og Suður-Kórea þá m.a. í keppni sameiginlegt lið í íshokkíi kvenna.

Segir í yfirlýsingu frá þeim Jae og Kim að ríkin tvö muni í sameiningu taka þátt í alþjóðlegri samkeppni um að halda ólympíuleikana 2032.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert