Þrír skotnir á Norðurbrú

Mynd/Skjáskot af vef DR

Þrír urðu fyrir skotum í skotárás á Norðurbrú í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Ekki er vitað um líðan þeirra en þeir fá nú meðhöndlun á sjúkrahúsi, að DR hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn. Lögreglan telur að skotárásin tengist átökum á milli glæpagengja.

Vitni að árásinni segir í samtali við DR að um sjö til tólf skotum hafi verið hleypt af og mikil skelfing hafi gripið um sig meðal fólks. Vitnið sá tvo menn liggja í jörðinni eftir árásina. Lögreglan var fljót á vettvang og hefur girt af svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert