Sakaður um njósnir í Bandaríkjunum

AFP

Kínverji, sem kom til Bandaríkjanna á vegabréfsáritun fyrir námsmenn, var handtekinn í Chicago í gær og sakaður um að vinna fyrir kínversk stjórnvöld.

Maðurinn, Ji Chaoqun, á að hafa unnið að því að fá bandaríska vísindamenn og verkfræðinga til starfa fyrir kínversk yfirvöld. Á hann að hafa útvegað kínversku leyniþjónustunni persónulegar upplýsingar um átta bandaríska ríkisborgara og starfar hluti þeirra við verkefni tengd varnarmálum.

Ji er 27 ára gamall og kom fyrst til Chicago árið 2013 til þess að nema rafmagnsverkfræði. Hann er ákærður fyrir að hafa starfað fyrir erlenda ríkisstjórn án þess að upplýsa bandarísk stjórnvöld um það við komuna til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert