Lögreglustjóri stunginn til bana

AFP

Lögreglustjórinn í franska bænum Rodez í Aveyron var stunginn til bana fyrir utan lögreglustöð bæjarins í morgun.

Pascale Filoé var stunginn í þrígang og þrátt fyrir tilraunir vitna sem og bráðaliða tókst ekki að bjarga lífi hans og var hann úrskurðaður látinn klukkan 13 að staðartíma. Filoé, sem var á fimmtugsaldri, lætur eftir sig þrjú börn.

Samkvæmt frétt La Dépêche du Midi var árásarmaðurinn handtekinn á vettvangi og  veitti hann enga mótspyrnu. Hann flutti til bæjarins fyrir nokkrum mánuðum en 11. apríl var hann handtekinn fyrir að hafa unnið skemmdarverk á ráðhúsi bæjarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert